
Jafnrétti - Róttækni - Heiðarleiki
Kosningar 2025
Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, er stúdentahreyfing sem var stofnuð árið 1988. Grundvallarstefna Röskvu hefur alla tíð verið jafnrétti allra til náms, en kjörorð hreyfingarinnar eru jafnrétti, róttækni og heiðarleiki. Með þau gildi að leiðarljósi eru helstu baráttumál hreyfingarinnar umhverfis- og samgöngumál, hinseginmál, kynjajafnrétti, húsnæðismál, lánasjóðsmál og geðheilbrigðismál. Röskva leggur einnig áherslu á að hagsmunabaráttan takmarkist ekki við háskólann og lætur sig því varða hin ýmsu samfélagsmál er tengjast hagsmunum stúdenta.
Kynntu þér frambjóðendur og málefnin
Hvað höfum við gert á árinu?
Röskva hefur ekki staðið auðum höndum á þessu starfsári og settum við fram um það bil helming allra tillaga í stúdentaráði. Hér eru dæmi um þau mál sem við höfum barist fyrir.
Stefnumál Röskvu
Jafnrétti - Róttækni - Heiðarleiki
Hvernig á ég að kjósa?
Sjá myndband eða fylgið leiðbeiningum
-
Skráðu þig inn á ugluna.
-
Annað hvort efst til hægri eða á vinsti helming síðunar sérð þú borða þar sem þér er tjáð að nú standi yfir kosningar til stúdentaráð, smelltu á hann.
-
Því næst færð þú upp kjörseðilinn þinn, ákveddu þig hvernig þú vilt velja á hann og smelltu síðan á Staðfesta og senda inn.
-
Loks færðu upp staðfestingu á kjörseðlinum þínum, sláðu inn lykilorðið þitt sem þú notar á Uglunni og smelltu á Senda inn kosningu.
Hvernig virka þessir kosningar?
Hvenær er kosið?
Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands eru haldnar miðvikudaginn 2. april og fimmtudaginn 3. april. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á Uglunni. Hún verður ekki opin allan sólarhringinn, aðeins er hægt að kjósa kl. 9:00-20:00 á miðvikudaginn og kl. 9:00-18:00 á fimmtudaginn.
Hversu marga frambjóðendur má kjósa?
Það fer eftir sviðinu sem þú stundar nám við. Sviðin eru fimm: Félagsvísindasvið, Menntavísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Flest sviðin fá þrjá aðalfulltrúa og þrjá varafulltrúa í Stúdentaráð en fjölmennasta sviðið, Félagsvísindasvið, fær fimm aðal- og varafulltrúa. Samtals eru 17 fulltrúar frá öllum sviðum.
Hvernig virka rafrænar kosningar?
Þessa tvo daga mun birtast lítill gluggi inni á Uglunni sem hægt er að smella á. Valmöguleikarnir birtast sjálfkrafa. Þeir verða mismunandi eftir hverju sviði fyrir sig en það má aðeins kjósa frambjóðendur sem stunda nám á þínu sviði. Hægt er að setja atkvæði sitt við einn framboðslista eða velja einstaklinga úr mörgum framboðum.
Um hvað er kosið?
Stúdentaráð HÍ samanstendur af 17 kjörnum fulltrúum sem berjast fyrir réttindum og hagsmunum stúdenta, innan skólans sem utan. Stúdentaráð hefur fjölbreyttar skyldur og verkefni. Til að eitthvað sé nefnt samþykkir Stúdentaráð skipanir í stöður, sviðsráð og nefndir og kýs um lög og verklagsreglur stofnana undir SHÍ. Stúdentaráð er líka þrýstiafl á háskólann og ríkisstjórn og er rödd stúdenta út á við. Háskólaráði fer með æðsta ákvörðunarvald háskólans og allra stofnana sem heyra undir hann. Tveir fulltrúar stúdenta fá sæti við ráðið og sitja í tvö ár í senn.
Kynntu þér framboð Röskvu
Félagsvísindasvið
