top of page

HÚSNÆÐISMÁL

Aðgengi að öruggu húsnæði eru jafnréttismál og skal það vera í forgangi í stúdentabaráttu. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er hátt og því gífurlega mikilvægt að tryggja aðgengi stúdenta að öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu og stöðugu verði.

RÖSKVA VILL FLEIRI STÚDENTAÍBÚÐIR

Röskva fagnar byggingu nýrra stúdentagarða og styttingu biðlista eftir húsnæði. Nú búa um 11% stúdenta við HÍ á stúdentagörðum FS sem er töluvert lægra en tíðkast á Norðurlöndunum. Röskva vill að sveitarfélög og Háskóli Íslands styðji FS í markmiðum sínum um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða og að veita sambærilegu hlutfalli stúdenta aðgang að stúdentagörðum og tíðkast á Norðurlöndunum.

 

NÝJAR ÍBÚÐIR MEÐ AÐGENGI

Röskva vill að stefnt sé að því að nýjar stúdentaíbúðir séu með aðgengi fyrir hjólastóla. Þannig eykst framboð fyrir stúdenta í hjólastólum um leið og íbúar sem eiga vini eða aðstandendur í hjólastólum geta boðið heim.

AÐGENGI ALLRA AÐ NÁMI

Nauðsynlegt er að framboð stúdentaíbúða sé nægjanlegt til þess að tryggja að allir stúdentar geti stundað nám og sérstaklega sé tekið tillit til stúdenta sem sem glíma við erfiðar félagslegar aðstæður, erlenda nemendur o.fl. hópa.

UMHVERFISVÆNAR BYGGINGAR

Mikilvægt er að hugað sé að umhverfisvænum kostum þegar stúdentagarðar eru byggðir. Þetta má þó alls ekki koma niður á leiguverði.

UPPBYGGINGASTEFNA STÚDENTAGARÐA

Röskva vill að Félagsstofnun Stúdenta geri sér uppbyggingarstefnu sem væri reglulega endurskoðuð. Stefnan ætti að vera aðgengileg stúdentum og öðrum hagsmunaaðilum. Þetta myndi auka yfisýn yfir fyrirhugaða uppbyggingu og auðvelda stúdentum að átta sig á því hve langur tími er í næstu Stúdentagarða.

STÚDENTAGARÐAR Í FLEIRI SVEITARFÉLÖG

Röskva vill að Félagsstofnun Stúdenta leitist eftir samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Stúdentagarða. Allir Stúdentagarðar FS eru staddir í Reykjavík en með bættum almenningssamgöngum gæti FS skoðað möguleikann á stúdentagörðum í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins þar sem innviðir fyrir stúdenta eru til staðar.

-AÐSTAÐA-

FLEIRI SALIR Í ÍBÚÐAKJÖRNUM

Klúbburinn í Brautarholti hefur nýst nemendum mjög vel og vill Röskva að lagt sé upp með að slík aðstaða sé til staðar í nýjum íbúðarkjörnum. Þá vill Röskva að allir þeir stúdentar sem búa á Stúdentagörðum geti leigt sali, þvert á íbúðarkjarna.

SAMFÉLAG STÚDENTA

Röskva vill að stúdentaíbúðakjarnar séu hannaðir þannig að úr verði jákvætt félagslegt samfélag sem myndar “campus” stemningu.

FÉLAGSMIÐSTÖÐ STÚDENTA

Röskva leggur til að stofnuð verði gjaldfrjáls félagsmiðstöð fyrir háskólanema sem myndi ýta undir heilbrigð félagstengsl milli stúdenta háskólans sem tengist ekki hinu hefðbundna skemmtanalífi, en eflir háskólasamfélagið. 

DÓSAFLOKKUN Á STÚDENTAGÖRÐUM

 

Röskva leggur til að stúdentar sem búa á Stúdentagörðum geti skilað flöskum og dósum í sínu nærumhverfi og fengið endurgjald fyrir.

-LEIGAN-

LEIGUÞAK

Leiguverð á Stúdentagörðum er vísitölutengt og hefur því hækkað talsvert á undanförnum misserum. Röskva vill því að sett verði þak á leiguverð stúdenta á Stúdentagörðum sem myndi taka mið af upphafi leigutíma stúdents.

VÍSITÖLUTENGING HÚSNÆÐISBÓTA

Röskva vill að húsnæðisbætur séu vísitölutengdar. Væri það í takt við leiguna á Stúdentagörðunum sem er vísitölutengd.

bottom of page